Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Skap í Knudsen fjölskyldunni - Fimm spjöld í sama leik
Jens Martin Knudsen í leik með færeyska landsliðinu á sínum tíma.
Jens Martin Knudsen í leik með færeyska landsliðinu á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Það var mikið skap í Knudsen fjölskyldunni í Færeyjum í 1-0 tapi NSÍ Runavík gegn Víkingi í úrvalsdeildinni þar í landi á föstudagskvöld.

Jens Martin Knudsen, fyrrum markvörður Leifturs og færeyska landsliðsins, er aðstoðarþjálfari NSÍ og synir hans Petur og Aron Knudsen spila með liðinu.

Aron fékk tvö gul spjöld í leiknum og þar með rautt en talsverð harka er leyfð í færeyska boltanum og afar sjaldséð er að leikmenn fái beint rautt spjald.

Petur fékk einnig gult spjald seint í leiknum sem og Jens Martin á varamannabekknum en hann var ósáttur með frammistöðu dómaratríósins.

Hinn 52 ára gamli Jens Martin Knudsen spilaði með Leiftri 1998-2000 en hann lék einnig með landsliði Færeyja frá 1988 til 2006. Jens Martin var einnig landsliðsmaður í handbolta auk þess sem hann varð Færeyjarmeistari í fimleikum á sínum tíma.

Á síðasta tímabili var Jens Martin einnig aðstoðarþjálfari hjá NSÍ en þá var Guðjón Þórðarson þjálfari lðisins.
Athugasemdir
banner
banner