Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. maí 2022 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Anguissa og Olivera til Napoli (Staðfest) - Seri fer frítt
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Napoli er búið að staðfesta félagaskipti tveggja leikmanna sem munu leika með félaginu næstu árin.


Vinstri bakvörðurinn Mathias Olivera kemur frá Getafe fyrir um 15 milljónir evra. Hann á að fylla í skarðið sem Faouzi Ghoulam skilur eftir sig og mun berjast við Mario Rui um sæti í byrjunarliðinu.

André-Frank Zambo Anguissa er þá kominn frá Fulham eftir að hafa gert flotta hluti á lánssamningi. Napoli borgar aðrar 15 milljónir fyrir miðjumanninn sem lék 30 leiki með liðinu á leiktíðinni.

Fulham var með sterkan hóp og vann Championship deildinna á Englandi nokkuð þægilega. Zambo Anguissa er ekki eini miðjumaðurinn sem fer frá félaginu því Jean Michaël Seri er samningslaus og fer því frítt.

Seri, sem verður 31 árs í sumar, var keyptur til Fulham sumarið 2018 fyrir metfé en stóðst ekki væntingar. Á sínum tíma var Seri eftirsóttur af Chelsea og Barcelona en endaði hjá Fulham. Seri var gjarnan kallaður 'Xavi Fílabeinsstrandarinnar'.

Napoli endaði í þriðja sæti ítölsku deildarinnar í ár, sjö stigum á eftir toppliði AC Milan.

Brasilíski varnarmaðurinn Juan Jesus var einnig að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár.


Athugasemdir
banner
banner