Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 11:50
Aksentije Milisic
Haaland valinn leikmaður tímabilsins á Englandi
Mynd: EPA

Erling Braut Haaland, leikmaður Manchester City, var valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en frá þessu greindi Sky Sports.


Norðmaðurinn hefur skorað 36 mörk í 35 leikjum á sínu fyrsta tímabili í Englandi en lokaumferðin fer fram á morgun.

Manchester City vann sinn fimmta Englandsmeistaratitil á síðustu sex árum á dögunum. Haaland er þriðji leikmaður Man City í röð sem vinnur þessi verðlaun og sá fjórði yfir höfuð.

Kevin De Bruyne, Ruben Dias og Vincent Kompany hafa unnið til þessara verðalauna.

Haaland hafði betur gegn sex öðrum leikmönnum sem voru tilnefndir en það voru Martin Ödegaard, Harry Kane, Kevin De Bruyne, Marcus Rashford, Bukayo Saka og Kieran Trippier.

Haaland vann tvöfalt en hann var einnig valinn bestu ungi leikmaður deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner