Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea færi leyfi til að ræða við Maresca
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur fengið leyfi frá Leicester City til að ræða við ítalska stjórann Enzo Maresca. David Ornsteinn, einn áreiðanlegasti blaðamaður Englands, greinir frá þessu á Athletic.

Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig hjá Lundúnafélaginu. Fyrir helgi var Mauricio Pochettino látinn taka poka sinn eftir tæpt ár í starfi og er nú möguleiki á því að Maresca verði ráðinn viku síðar.

Maresca stýrði Leicester aftur upp í ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili sínu sem stjóri félagsins.

Ítalinn kemur úr Pep Guardiola-skólanum, en hann var áður aðstoðarmaður hans hjá Manchester City.

Eftir að Pochettino var látinn fara sagði Chelsea að félagið væri í leit að ungum þjálfara og varð Maresca fyrir valinu.

Chelsea hefur fengið leyfi frá Leicester til að ræða við Maresca og er búist við að það náist samkomulagi á næstu dögum. Ítalinn mun vilja fá nokkra úr þjálfaraliði sínu hjá Leicester.

Hann fær að minnsta kosti fimm ára samning hjá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner