Heimild: Leiknir.is
Stefán Gíslason var rétt í þessu kynntur sem nýr stjóri belgíska B-deildarfélagsins Lommel á fréttamannafundi í Belgíu.
Stefán er hættur sem þjálfari Leiknis eins og tilkynnt var í gær en hann kvaddi leikmenn Breiðholtsliðsins á fundi á þriðjudaginn.
„Hlutirnir gerast hratt í fótboltanum og þegar þessi möguleiki kom upp var erfitt að líta framhjá honum. Hlutirnir æxluðust þannig að ég er kominn til Belgíu. Þetta er gríðarlega spennandi tækifæri sem kemur ekki inn á hverjum degi. Það var erfitt að segja nei við þessu," segir Stefán við heimasíðu Leiknis.
„Þetta kom hratt upp en það sem ég met mikils er hvernig klúbburinn tæklaði þetta. Klúbburinn samgladdist mér og vildi ekki standa í vegi fyrir svona tækifæri. Það er ekki sjálfgefið að það sé þannig, ég met það mikils við Leikni. Það er mikilvægt í öllu samstarfi að menn skilji sáttir og allir séu glaðir. Ég held að það sé málið.“
Stefán var ráðinn þjálfari Leiknis í nóvember og gerði þá tveggja ára samning.
„Samstarfið með leikmönnum og aðstoðarþjálfurum hefur verið mjög jákvætt. Það hefur aldrei verið neitt bras. Mér finnst við hafa verið að færast fram á veginn statt og stöðugt. Þetta hefur í alla staði verið góður tími þó hann hafi verið stuttur."
Meðal leikmanna Lommel er Jonathan Hendrickx, bakvörðurinn sem kvaddi Breiðablik á dögunum.
Stefán er hættur sem þjálfari Leiknis eins og tilkynnt var í gær en hann kvaddi leikmenn Breiðholtsliðsins á fundi á þriðjudaginn.
„Hlutirnir gerast hratt í fótboltanum og þegar þessi möguleiki kom upp var erfitt að líta framhjá honum. Hlutirnir æxluðust þannig að ég er kominn til Belgíu. Þetta er gríðarlega spennandi tækifæri sem kemur ekki inn á hverjum degi. Það var erfitt að segja nei við þessu," segir Stefán við heimasíðu Leiknis.
„Þetta kom hratt upp en það sem ég met mikils er hvernig klúbburinn tæklaði þetta. Klúbburinn samgladdist mér og vildi ekki standa í vegi fyrir svona tækifæri. Það er ekki sjálfgefið að það sé þannig, ég met það mikils við Leikni. Það er mikilvægt í öllu samstarfi að menn skilji sáttir og allir séu glaðir. Ég held að það sé málið.“
Stefán var ráðinn þjálfari Leiknis í nóvember og gerði þá tveggja ára samning.
„Samstarfið með leikmönnum og aðstoðarþjálfurum hefur verið mjög jákvætt. Það hefur aldrei verið neitt bras. Mér finnst við hafa verið að færast fram á veginn statt og stöðugt. Þetta hefur í alla staði verið góður tími þó hann hafi verið stuttur."
Meðal leikmanna Lommel er Jonathan Hendrickx, bakvörðurinn sem kvaddi Breiðablik á dögunum.
Jákvætt fyrir Leikni að Siggi haldi áfram með þetta
Sigurður Heiðar Höskuldsson, sem var aðstoðarþjálfari Stefáns, tekur við sem aðalþjálfari hjá Leikni.
„Mér líst mjög vel á það. Ég og Siggi höfum unnið þetta rosalega vel saman. Það er ekki eins og ég hafi verið einráður í þessa mánuði sem ég hef verið hérna, þetta hefur verið samstarf. Mjög gott samstarf. Siggi hefur mjög skýrar skoðanir á því hvernig hann sér fótboltann og hvað hann vill gera. Við vorum í góðum takti með alla helstu hluti í því. Ég hef trú á því að hann haldi áfram með þær línur sem við höfðum í sameiningu myndað fyrir liðið, hvort sem það er í leikjum eða æfingum. Ég tel mjög jákvætt fyrir Leikni að hann haldi áfram með þetta," segir Stefán við heimasíðu Leiknis.
Leiknir er í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar en liðið mætir Keflavík á útivelli í kvöld, í 9. umferð.
Sjá einnig:
Sigurður Heiðar: Erum ótrúlega ánægðir fyrir hönd Stebba
Athugasemdir