Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júní 2022 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórnarformaður Inter staðfestir komu Lukaku
Dybala og Skriniar á byrjunarreit
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Beppe Marotta stjórnarformaður Inter svaraði spurningum varðandi yfirvofandi félagaskipti Milan Skriniar, Paulo Dybala og Romelu Lukaku.


Inter er að reyna að krækja í Dybala og Lukaku fyrir sóknarlínuna sína og þá hafa nokkur stórlið augastað á slóvakíska miðverðinum Skriniar sem hefur verið lykilmaður í liði Inter undanfarin ár.

„Ég vil þakka Ausilio og Baccin (stjórnendur) fyrir frábærlega vel unnin störf í samningsviðræðum við Chelsea varðandi Lukaku. Núna er kominn tími til að ljúka félagaskiptunum," sagði Marotta.

Hann staðfesti þar með að Lukaku muni ljúka félagaskiptum sínum til Inter í þessari viku eða næstu á lánssamningi.

„Við erum búnir að tala við umboðsmenn Dybala en við höfum ekki komist að samkomulagi. Við erum að vinna í því."

Chelsea og PSG hafa sýnt Skriniar mikinn áhuga en hann er 27 ára gamall og á 215 leiki fyrir Inter.

„Það er áhugi frá ýmsum félögum varðandi Skriniar og það er ekkert óeðlilegt við það. Við þurfum að taka okkur góðan tíma til að vega og meta þann áhuga."

Inter endaði í öðru sæti ítölsku deildarinnar eftir svakalega titilbaráttu við erkifjendurna í AC Milan.


Athugasemdir
banner
banner
banner