Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   þri 11. júní 2024 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Kvenaboltinn
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var kannski ekki okkar besta en við vinnum og skorum fimm mörk. Það er það sem telur. Í lokin erum við bara sáttar," sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir 5-2 sigur Breiðabliks gegn Keflavík í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að við vorum í þriðja gír. Það gekk allt mjög hægt. Í lokin er þetta bara fínt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Katrín skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar í leiknum, en hún hefur verið að stíga upp úr meiðslum.

„Ég fékk alveg tækifæri til að bæta við en ég er sátt með tvö. Maður er alltaf að sækjast eftir þrennunni þegar það er tækifæri til en ég er bara sátt."

„Ég meiddist í mars á hnénu en ég hef verið að koma mér jafnt og þétt í gang. Núna finnst mér ég vera komin á góðan stað. Þetta tekur alltaf á og sérstaklega þegar við erum komin með svona stóran og góðan hóp. Það er rosalega mikil samkeppni og ég fagna því bara. Þetta er frábært lið. Stelpur ungar sem aldnar. Það eru 14 ár á milli mín og yngsta leikmannsins í hópnum. Þetta er frábær liðsheild og góður hópur."

Það er mikil samkeppni og sérstaklega fram á við. „Ég viðurkenni að ég er í fyrsta skipti á mínum ferli að upplifa svona mikla samkeppni. Ég fagna því bara, alveg frábært."

Breiðablik hefur unnið alla leiki sína hingað til í sumar en allt viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir