Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 11. júní 2024 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Kvenaboltinn
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var kannski ekki okkar besta en við vinnum og skorum fimm mörk. Það er það sem telur. Í lokin erum við bara sáttar," sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir 5-2 sigur Breiðabliks gegn Keflavík í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að við vorum í þriðja gír. Það gekk allt mjög hægt. Í lokin er þetta bara fínt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Katrín skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar í leiknum, en hún hefur verið að stíga upp úr meiðslum.

„Ég fékk alveg tækifæri til að bæta við en ég er sátt með tvö. Maður er alltaf að sækjast eftir þrennunni þegar það er tækifæri til en ég er bara sátt."

„Ég meiddist í mars á hnénu en ég hef verið að koma mér jafnt og þétt í gang. Núna finnst mér ég vera komin á góðan stað. Þetta tekur alltaf á og sérstaklega þegar við erum komin með svona stóran og góðan hóp. Það er rosalega mikil samkeppni og ég fagna því bara. Þetta er frábært lið. Stelpur ungar sem aldnar. Það eru 14 ár á milli mín og yngsta leikmannsins í hópnum. Þetta er frábær liðsheild og góður hópur."

Það er mikil samkeppni og sérstaklega fram á við. „Ég viðurkenni að ég er í fyrsta skipti á mínum ferli að upplifa svona mikla samkeppni. Ég fagna því bara, alveg frábært."

Breiðablik hefur unnið alla leiki sína hingað til í sumar en allt viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir