„Frammistaðan var kannski ekki okkar besta en við vinnum og skorum fimm mörk. Það er það sem telur. Í lokin erum við bara sáttar," sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir 5-2 sigur Breiðabliks gegn Keflavík í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.
„Við töluðum um það í hálfleik að við vorum í þriðja gír. Það gekk allt mjög hægt. Í lokin er þetta bara fínt."
„Við töluðum um það í hálfleik að við vorum í þriðja gír. Það gekk allt mjög hægt. Í lokin er þetta bara fínt."
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 2 Keflavík
Katrín skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar í leiknum, en hún hefur verið að stíga upp úr meiðslum.
„Ég fékk alveg tækifæri til að bæta við en ég er sátt með tvö. Maður er alltaf að sækjast eftir þrennunni þegar það er tækifæri til en ég er bara sátt."
„Ég meiddist í mars á hnénu en ég hef verið að koma mér jafnt og þétt í gang. Núna finnst mér ég vera komin á góðan stað. Þetta tekur alltaf á og sérstaklega þegar við erum komin með svona stóran og góðan hóp. Það er rosalega mikil samkeppni og ég fagna því bara. Þetta er frábært lið. Stelpur ungar sem aldnar. Það eru 14 ár á milli mín og yngsta leikmannsins í hópnum. Þetta er frábær liðsheild og góður hópur."
Það er mikil samkeppni og sérstaklega fram á við. „Ég viðurkenni að ég er í fyrsta skipti á mínum ferli að upplifa svona mikla samkeppni. Ég fagna því bara, alveg frábært."
Breiðablik hefur unnið alla leiki sína hingað til í sumar en allt viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir