Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júlí 2021 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Baulað á Newcastle eftir jafntefli við Rotherham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag og var stuðningsmönnum Newcastle United sérstaklega heitt í hamsi.

Newcastle spilaði við Rotherham og lenti undir snemma leiks. Stuðningsmennirnir sem fylgdu sínum mönnum á leikinn voru allt annað en sáttir með frammistöðuna og bauluðu í hálfleik.

Jeff Hendrick náði að gera jöfnunarmark undir lokin og lokatölur 1-1 en stuðningsmenn bauluðu sína menn af velli. Ekki sérstaklega jákvætt á upphafi undirbúningstímabilsins.

Sevilla og Paris Saint-Germain gerðu þá 2-2 jafntefli þar sem Ivan Rakitic og Mauro Icardi komust á blað á meðan Chelsea og Manchester City unnu gegn andstæðingum úr Championship deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum í sigri Burnley og þá skoraði Southampton fjögur í stórsigri gegn Cardiff.

Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður er Millwall gerði jafntefli við Gillingham.

Sevilla 2 - 2 PSG
1-0 Ivan Rakitic ('40, víti)
1-1 Mauro Icardi ('48)
2-1 Oscar ('63)
2-2 K. Nagera ('88)

Bournemouth 1 - 2 Chelsea
1-0 Emiliano Marcondes ('66)
1-1 A. Broja ('72)
1-2 I. Ugbo ('76)

Man City 2 - 0 Preston
1-0 Riyad Mahrez ('25)
2-0 S. Edozie ('64)

Blackpool 0 - 1 Burnley
0-1 B. Thomas ('76)

Rotherham 1 - 1 Newcastle
1-0 M. Smith ('9)
1-1 Jeff Hendrick ('84)

Crystal Palace 2 - 2 Charlton
1-0 J. Rak-Sakyi ('15)
1-1 J. Stockley ('38)
2-1 S. Banks ('75)
2-2 J. Davison ('79)

Cardiff 0 - 4 Southampton
0-1 Theo Walcott ('37)
0-2 Moussa Djenepo ('66)
0-3 Che Adams ('73)
0-4 Che Adams ('84)

Guiseley 2 - 3 Leeds
0-1 C. Summerville ('19)
1-1 B. Thompson ('22)
1-2 S. Greenwood ('43)
1-3 C. Allen ('84)
2-3 L. Hey ('86)

Gillingham 1 - 1 Millwall
1-0 K. Dempsey ('13)
1-1 J. Cooper ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner