Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júlí 2021 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert um Val: Ekki góð mánaðarlaun en sjúklegur leikjabónus
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert var gestur í Chess After Dark í síðustu viku og tókst meðal annars að vinna skák í þremur leikjum. Þáttinn má skoða hér neðst í fréttinni.

Albert sat fyrir svörum á meðan hann var að tefla. Hann var spurður að því hver væri besti samningur sem hann hefði fengið.

„Það er örugglega hjá FH. Þegar ég fékk nýjan samning þar," sagði Albert.

„Valur, þegar ég kom frá Fylki, þegar ég var ekki nægilega góður fyrir Val, þá fékk ég ekki góð mánaðarlaun en ég fékk sjúklegan leikjabónus. Það var eins og þeir hefðu engan trú á því að ég myndi spila leik."

„Þeir dældu á mig leikjabónus og voru bara: 'Þessi gæi er aldrei að fara að spila leik'."

„Ég fór bara í Val því þeir í stjórninni hjá Fylki skitu vel í heyið. Ég vildi ekkert fara frá Fylki á þessum tíma... Fylkir var nánast að biðja mig um að borga þeim pening fyrir að vera þarna. Þeir buðu mér fimm ára samning," sagði Albert.

Hann fór aftur í Fylki 2009 og var þar til 2011 þegar hann fór í FH. Hann hefur einnig spilað með Fjölni og Þór á ferli sínum.

Albert kom nú við sögu í 20 keppnisleikjum sumarið 2008 með Val og skoraði fjögur mörk. Hann spilar núna með Kórdrengjum í Lengjudeildinni en er að glíma við erfið meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner