Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. júlí 2021 08:00
Elvar Geir Magnússon
Lamela: Hef aldrei komið hingað áður
Mynd: Sevilla
Í leik með Tottenham.
Í leik með Tottenham.
Mynd: Getty
Tottenham gekk í gær frá samkomulagi við Sevilla sem gerði það að verkum að spænska félagið fékk Argentínumanninn Erik Lamela í sínar raðir. Hinn ungi og hæfileikaríki Bryan Gil fór öfuga leið.

Lamela hefur verið lengi hjá Tottenham en segir í samtali við Marca að hann sé spenntur fyrir komandi áskorun hjá Sevilla.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef komið hingað. Ég hef aldrei spilað hérna en leikvangurinn er virkilega fallegur," sagði Lamela við spænska blaðið Marca.

„Þegar ég var yngri þá hafði ég möguleika á að koma hingað og nú gafst tækifærið aftur. Ég efaðist aldrei þegar tækifærið bauðst. Ég er mjög ánægður og virkilega spenntur."

„Félagið hefur unnið marga titla og það er virkilega jákvætt. Persónulega er ég mættur hingað til að halda áfram á þessari braut, hjálpa liðinu eins mikið og mögulegt er. Við erum allir saman á þessari braut. Ég er með persónuleg markmið en ég vil alltaf tala um liðið."

Lamela er að fara að spila í La Liga í fyrsta sinn.

„Ég hafði áhuga á því að spila í spænsku deildinni áður en ferlinum lýkur. Ég á mörg ár eftir en þetta er flottur tímapunktur fyrir mig. Sevilla er stór klúbbur sem hefur unnið marga titla, ég er glaður og spenntur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner