þri 27. júlí 2021 16:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að Víkingur fái liðsstyrk: Erum búnir að reyna og reyna og reyna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sumar-félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudagskvöld en hann hefur verið opinn í mánuð.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur talað um það í sumar að hann ætli sér að styrkja leikmannahóp liðsins. Félagið hefur meðal annars verið orðað við Birni Snæ Ingason, Arnór Borg Guðjohnsen og Alex Frey Elísson.

Arnar var spurður í viðtali eftir sigur gegn Stjörnunni hvort tíðinda væri að vænta fyrir lok gluggans.

„Nei, ég held ekki. Það er orðið helvíti tæpt núna, það er korter í lokun. Við erum búnir að reyna og reyna og reyna og lítið gengið. Við erum með hörkuhóp þannig ég kvíði engu," sagði Arnar.
Arnar hefur ekkert út á Dodda að setja: Ég klappaði fyrir þessu marki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner