Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2022 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sesko hetja Salzburg í sigri á Liverpool
Mynd: Getty Images

RB Salzburg 1-0 Liverpool
1-0 Benjamin Sesko ('31)


Liverpool tapaði síðasta æfingaleik sínum á undirbúningstímabilinu í ár. Liðið mætti RB Salzburg í kvöld.

Jurgen Klopp stjóri liðsins mætti með sterkt lið en Isaac Mabaya og Stefan Bajcetic fengu tækifæri innan um stjörnur í byrjunarliðinu.

Eina mark leiksins var hins vegar Salzburg manna. Ungstirnið Benjamin Sesko renndi boltanum framhjá Adrian sem var í marki Liverpool í dag.

Sesko þykir gríðarlegt efni en þessi 19 ára gamli Slóveni hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United að undanförnu.

Alisson lék í fyrsta leik liðsins gegn United á undirbúningstímabilinu en hefur verið að kljást við bakmeiðsli síðan. Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester City í leik um Samfélagsskjöldin sem fram fer á King Power vellinum á sunnudaginn.

Liverpool: Adrian; Mabaya, Konate, Gomez, Milner; Bajcetic, Keita, Jones; Elliott, Carvalho, Nunez

Bekkur: Hughes, Mrozek, Davies, Van Dijk, Matip, Phillips, Van den Berg, Alexander-Arnold, Robertson, Fabinho, Thiago, Henderson, Morton, Salah, Diaz, Firmino


Athugasemdir
banner
banner
banner