Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 27. september 2020 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skúli kallar Ólaf Inga 37 ára barn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ótrúleg dramatík undir lok leiks KR og Fylkis sem lauk nú skömmu fyrir klukkan 16:00 í Vesturbænum. Staðan var 1-1 þegar Beitir Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma og Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, benti á vítapunktinn.

„BEITIR ER AÐ FÁ RAUTT SPJALD!!! Beitir kastar boltanum í leik og gefur svo Óla Skúla olnbogaskot, rautt og víti!!!" skrifaði Baldvin Már Borgarsson í textalýsingu frá leiknum. Beitir fór í Ólaf Inga sem féll til jarðar. Ívar Orri fékk skilaboð talsvert seinna um að Beitir hefði gerst brotlegur og dæmdi þá vítaspyrnu.

Sam Hewson steig á punktinn og skoraði framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni sem kom inn á eftir rauða spjald Beitis.

KR-ingar voru mjög reiðir með dóminn og reyndu að fá útskýringar frá Ívari Orra eftir leik.

Skúli Jón Friðgeirsson varð Íslandsmeistari með KR á síðasta ári en lagði í kjölfarið skóna á hilluna. Skúli tjáir sig um atvikið á Twitter.

„Ég veit ekki hvort ég er meira pirraður yfir því að dómarinn falli fyrir þessu eða að 37 ára barn komist upp með svona kjaftæði," skrifaði Skúli Jón.


Athugasemdir
banner
banner