Fótbolti.net heldur áfram að heyra hljóðið í ráðamönnum hjá félögum liðanna í Lengjudeildinni þar sem tímabilinu er lokið. Eina sem eftir er í Lengjudeildinni er úrslitaleikur Aftureldingar og Vestra um sæti í Bestu deildinni. Sá leikur fer fram á laugardag.
Nú er komið að Njarðvík sem hélt sér uppi á markatölu. Nýliðarnir gerðu þjálfarabreytingu um mitt mót og tók Gunnar Heiðar Þorvaldsson við liðinu af Arnari Hallssyni.
Nú er komið að Njarðvík sem hélt sér uppi á markatölu. Nýliðarnir gerðu þjálfarabreytingu um mitt mót og tók Gunnar Heiðar Þorvaldsson við liðinu af Arnari Hallssyni.
„Við tilkynntum að Marc McAusland verður ekki áfram og að Hreggviður Hermannsson væri búinn að framlengja. Það verður önnur tilkynning um framlengingu hjá leikmanni á morgun. Ekkert annað er fast," sagði Rafn Markús Vilbergsson yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík.
Samkvæmt KSÍ eru níu leikmenn að renna út á samningi hjá Njarðvík. Hefur annað félag sett sig í samband við leikmann hjá ykkur sem er að renna út á samningi?
„Nei," sagði Rafn. Oumar Diouck og Robert Blakala eru tveir af þeim sem eru að renna út á samningi. Vill Njarðvík halda þeim? „Það er bara eitthvað sem við erum að skoða, við viljum halda sem flestum."
„Við viljum byggja upp og þess vegna vorum við snöggir að ráða Gunnar áfram. Það er stórt skref fyrir okkur að ráða hann í fullt starf, framlengja við þjálfarateymið og halda með því áfram á þeirri vegferð sem félagið er á. Félagið, sem er í miklum vexti, er vel rekið, með frábæra stjórn og erum einnig mjög öfluga þjálfara í yngri flokkunum."
„Þegar ég hringdi í Gunnar á sínum tíma og bauð honum starfið þá var strax ákveðið að markmiðið væri að halda liðinu uppi og svo yrði framhaldið rætt. Við gengum svo frá því mjög fljótt lokaumferðina, vilji beggja aðila var að halda samstarfinu áfram," sagði Rafn að lokum.
Í tíu leikjum undir stjórn Gunnars fékk Njarðvík fimmtán stig. Í fyrstu tólf leikjum tímabilsins fékk Njarðvík átta stig.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir