Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 18:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lima bannað að spila með Andorra - Gagnrýndi sóttvarnarvinnubrögð sambandsins
Úr landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Úr landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn mjög svo áhugaverði Ildefons Lima, fyrirliði landsliðs Andorra, stendur þessa dagana í stappi við knattspyrnusamband Andorra. Íslendingar þekkja til Lima eftir viðureignir Íslands og Andorra í undankeppni fyrir EM þar sem Lima var áberandi inn á vellinum og vakti einnig athygli á samfélagsmiðlum.

Lima er á leið í átt að landsliðsmet Jari Litmanen en sú vegferð er í hættu eftir að fyrirliðinn gagnrýndi sóttvarnarvinnubrögð knattspyrnusambandsins og hefur verið bannað að spila með landsliðinu.

Lima lék sinn fyrsta landsleik fyrir 23 árum og hefur tekið þátt í 71% leikja landsliðsins frá stofnun þess. Lima varð landsleikjahæstur leikmanna Andorra árið 2017 og er einnig markahæstur í sögu liðsins. Einungis Finninn Jari Litmanen hefur verið landsliðsmaður í lengri tíma en Lima hefur verið.

Lima óskaði eftir því að leikmenn Andorra færu í skimanir fyrir leiki en sambandið vildi ekki fara þá leið og í kjölfarið var Lima settur í bann.

„Ég hélt að svona hlutir myndu einungis eiga sér stað í Norður-Kóreu," sagði Lima við Marca.

Lima segist stefna að því að hreinsa nafn sitt og klára ferilinn á þann máta sem hann ætlaði sér. Stefnan var að ljúka ferlinum með því að leika í undankeppni fyrir HM2022.

Lestu umfjöllun football365 um mál Lima hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner