Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Öll lið í heimi væru til í að vera með Son
Son Heung-min hefur verið frábær með Tottenham.
Son Heung-min hefur verið frábær með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports, segir að Son Heung-min sé gríðarlega vanmetinn og að hann sé í sama flokki og Raheem Sterling og Mo Salah.

Son hefur verið á flugi með Tottenham og skoraði sigurmarkið gegn Burnley í gær. Hann er með níu mörk og fjórar stoðsedingar í átta leikjum.

Þessi 28 ára Suður-Kóreumaður hefur myndað óstöðvandi teymi með Harry Kane i sóknarlínu Spurs.

„Son er að mínu mati gríðarlega vanmetinn og fær ekki sama umtalið og aðrir toppleikmenn í deildinni. Hann er algjörlega ótrúlegur leikmaður. Það er martröð að spila gegn honum, hann tekur öll þessi hlaup," segir Neville.

„Það er talað reglulega um Sterling, það er reglulega talað um Mane og Salah hjá Liverpool. Hann er í sama flokki. Ef hann væri hjá Liverpool eða City væri hann að gera það sama og þessir gæjar eru að gera."

„Jose Mourinho hefur sagt að hann sé í heimsklassa. Son og Harry Kane eru magnaðir saman og ég held að öll lið í heimi væru til í að vera með Son í sínu liði. Það er ekki lið í Evrópu sem myndi ekki taka hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner