Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. október 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Eitt spænskt lið í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn í 24 ár
Atlético er úr leik
Atlético er úr leik
Mynd: EPA
Real Madrid verður eina spænska liðið sem mun spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta hefur ekki gerst síðan tímabilið 1998-1999.

Real Madrid tryggði sig í 16-liða úrslitin í 4. umferð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Evrópumeistararnir áttu í engum vandræðum með það.

Hin þrjú liðin eru öll úr leik. Sevilla var fyrsta liðið sem missti af miðanum í 16-liða úrslitin og var svo sem alveg við því að búast en Atlético Madríd og Barcelona eru einnig úr leik.

Atlético klúðraði málunum gegn Bayer Leverkusen í gær. Atlético þurfti sigur gegn Leverkusen til að halda sér í baráttunni og fékk liðið gullið tækifæri til að vinna leikinn þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en Lukas Hradecky varði vítaspyrnu Yannick Carrasco og Atlético því úr leik.

Barcelona verður þá ekki í 16-liða úrslitunum annað árið í röð eftir að Inter vann Viktoria Plzen, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn í 24 ár þar sem aðeins eitt spænskt lið spilar í úrslitakeppninni en síðast gerðist það tímabilið 1998-1999.

Real Madrid var þá einmitt eina spænska liðið sem komst í úrslitakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner