Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
„Ég fer að grenja að tala um það. Alvöru þrautaganga þetta tímabil, þetta lið vá. Tilfinningarnar eru yfirþyrmandi. Ég á engin orð."
„Þetta er fótboltalið sem er stútfullt af geggjuðum leikmönnum. Dóri og teymið, teiknuðu plan upp á tíu. Við förum maður á mann, veðjum á það að við vinnum þá í stöðubaráttu. Treystum að við séum með betri leikmenn, stöðu fyrir stöðu. Það hafðist í dag."
Mikill rígur er á milli liðanna.
„Þetta er geðveikt. Víkingur eru búnir að gera frábærlega með aðstöðuna sem þeir hafa, hentu upp grænu römpunum sínum. Vel gert hjá þeim."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir