Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   fim 27. nóvember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ýjar að því að Estavao fari einn daginn til Barcelona - „Allir gáfu grænt ljós á kaupin“
Mynd: EPA
Umboðsmaður brasilíska leikmannsins Estevao Willian hefur ýjað að því að Chelsea-maðurinn muni einn dag ganga í raðir Barcelona á Spáni.

Estevao er 18 ára gamall og einn mest spennandi fótboltamaður heims um þessar mundir.

Hann kom til Chelsea frá Palmeiras í sumar og fundið sig vel hjá enska félaginu.

Í gær skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 3-0 sigrinum á Börsungum, en Andre Cury, umboðsmaður kappans, gaf sterklega til kynna að brasilíski landsliðsmaðurinn vilji fara til Barcelona á næstu árum.

„Við töluðum við Barca um Estevao árið 2021, 2022, 2023 og 2024. Við fórum í höfuðstöðvar þeirra til að bjóða þeim leikmanninn því ég var handviss um að framtíð hans yrði frábær í heimsboltanum, en fjármál Barcelona eru í ólagi og því erfitt að ganga frá samkomulagi. Það er sorglegt, en svona er þetta í fótbolta. Allt fólkið hjá Barcelona gaf grænt ljós á kaupin á Estevao, en Deco gat það ekki vegna fjárhag félagsins.“

„Estevao er með fimm ára samning og nýtur tímans hjá Chelsea, en hann er sérstaklega hrifinn af Barcelona,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner