Breiðablik spilar næst síðasta heimaleik sinn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tekur á móti Loga Tómassyni og félögum í Samsunspor en leikurinn er spilaður klukkan 20:00 á Laugardalsvelli.
Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu þremur leikjunum en freista þess að sækja sinn fyrsta sigur í kvöld en það verður þrautinni þyngri að gera það enda er Samsunpor með fullt hús stiga á toppnum í keppninni.
Það má fastlega gera ráð fyrir því að Logi verði í byrjunarliði Samsunspor í leiknum.
Leikur dagsins:
Sambandsdeildin
20:00 Breiðablik-Samsunspor (Laugardalsvöllur)
Sambandsdeildin
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir





