Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, gaf vítaspyrnu á Anfield í gær þegar hann handlék boltann inn á vítateig eftir hornspyrnu PSV.
Dómari leiksins dæmdi víti en fyrirliðinn mótmælti, taldi á sér brotið. Atvikið var skoðað en niðurstöðunni ekki breytt.
Ivan Perisic skoraði fyrsta mark leiksins úr vítapsyrnunni og lokatölur urðu 1-3 fyrir gestina frá Hollandi.
Dómari leiksins dæmdi víti en fyrirliðinn mótmælti, taldi á sér brotið. Atvikið var skoðað en niðurstöðunni ekki breytt.
Ivan Perisic skoraði fyrsta mark leiksins úr vítapsyrnunni og lokatölur urðu 1-3 fyrir gestina frá Hollandi.
Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Liverpool fær á sig þrjú mörk eða fleiri og liðið er í brekku.
Van Dijk er einn allra besti miðvörður heims en hann hefur átt dapurt tímabil. Vítaspyrnan í gær var sú þriðja sem dæmd er á Van Dijk á tímabilinu í öllum keppnum. Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið á sig fleiri víti.
3 - Virgil van Dijk has conceded three penalties in all competitions this season, more than any other Premier League player. Basketball. pic.twitter.com/YnYaH7oOHW
— OptaJoe (@OptaJoe) November 26, 2025
Athugasemdir



