
Argentína vann gífurlega mikilvæga sigur á Mexíkó í gær í C-riðli en riðilinn er enn galopinn og allt getur gerst.
Argentína tapaði mjög óvænt gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leiknum og liðið hefði því dottið úr leik ef það hefði tapað gegn Mexíkó í gær.
Mikill hiti var á vellinum og í stúkunni enda gífurlega mikið undir. Markalaust var í hálfleik í jöfnum og hörðum leik.
Það var að sjálfsögðu Lionel Messi sem steig upp þegar Argentína þurfti mark og hann skoraði frábært mark með skoti utan teigs.
Tilfinningarnar báru aðstoðarþjálfara Argentínu ofurliði, Pablo Aimar. Hann táraðist á bekknum eftir að Messi skoraði en eftir markið trylltist allt úr fögnuði, skiljanlega.
Argentína mætir Póllandi í lokaumferðinni.
Few sights demonstrate the pressure being heaped on this Argentina team like the site of assistant manager Pablo Aimar breaking into tears after today's vital Messi goal to help Argentina rebound from their opening game loss to Saudi Arabia. 🇦🇷 pic.twitter.com/JejuXfMQ4u
— Men in Blazers (@MenInBlazers) November 26, 2022

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |