Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 27. nóvember 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið búið hjá Doucoure?
Cheick Doucoure.
Cheick Doucoure.
Mynd: Getty Images
Það eru líkur á því að tímabilið sé búið hjá Cheick Doucoure, miðjumanni Crystal Palace, eftir að hann fór meiddur af velli í tapinu gegn Luton um helgina.

Þessi landsliðsmaður Malí er einn af betri varnarsinnuðu miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar og spilar algert lykilhlutverk í liði Palace.

Snemma í síðari hálfleik meiddist hann illa og var borinn af velli á sjúkrabörum.

Samkvæmt Daily Mail eru góðar líkur á því að tímabilið sé búið hjá þessum öfluga miðjumanni en hann kemur til með að vera frá í einhverja sex mánuði.

Doucoure var sterklega orðaður við Liverpool í sumar en endaði á því að vera áfram hjá Palace en þetta er mikið högg fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner