Heimild: Vísir/Athletic
Dagný Brynjarsdóttir var ekki valin í íslenska landsliðshópinn sem er að fara að mæta Kanada og Danmörku í vináttulandsleikjum á næstu dögum.
Vísir skrifar upp úr viðtali við Dagnýju frá Athletic þar sem hún er greinilega sár út í það að vera ekki í hópnum og er ósátt við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara.
Dagný, sem á 113 landsleiki, er aftur byrjuð að spila með enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham eftir að hafa eignast sitt annað barn.
Vísir skrifar upp úr viðtali við Dagnýju frá Athletic þar sem hún er greinilega sár út í það að vera ekki í hópnum og er ósátt við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara.
Dagný, sem á 113 landsleiki, er aftur byrjuð að spila með enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham eftir að hafa eignast sitt annað barn.
„Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá," segir Dagný.
„Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér."
Þorsteinn með aðra sögu af samskiptunum við Dagnýju
Þorsteinn tjáði sig á fréttamannafundi þann 15. nóvember um að Dagný hafi ekki verið valin. Hann segir að samskipti sín og Dagnýjar í kringum þetta hafi verið fín.
„Dagný er alveg inn í myndinni. Hún er að komast í sitt fyrra form. Hún er ekki valin núna. Ég er mjög ánægður með miðjumennina sem hafa verið undanfarið. Ég ákvað að breyta því ekki. Ég hélt mig við þær fjóru sem hafa verið mest inn á miðsvæðinu. Svo er það bara Dagnýjar að standa sig vel áfram og þrýsta á mig að vera valin," sagði Þorsteinn.
„Ég hef heyrt í henni nokkrum sinnum eftir að hún byrjaði að spila aftur. Við höfum átt ágætis samskipti í kringum þetta allt. Ég er ekki að loka neinum dyrum. Ef hún stendur sig vel, þá gerir hún alltaf tilkall í þennan hóp. Það er eitthvað sem framtíðin leiðir í ljós."
Athugasemdir