Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. desember 2017 09:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Oxlade-Chamberlain óánægður með sína eigin frammistöðu
Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum í gær.
Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fimmta mark Liverpool í gær í 5-0 sigri á Swansea.

Oxlade-Chamberlain hefur ekki komist á mikið flug en sem komið er og sagðist ekki vera neitt sérstaklega sáttur með sína eigin frammistöðu eftir leikinn í gær.

„Ég var fyrir dálitlum vonbrigðum með eigin frammistöðu fyrir utan markið sem ég skoraði."

„Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við settum svo í annan gír í seinni hálfleik."

„Ég vildi bara fá meira út úr sjálfum mér, ég hefði getað klárað færin mín betur í dag. Heilt yfir þá hefði þetta getað verið betra hjá mér í dag," sagði Alex Oxlade-Chamberlain.


Athugasemdir
banner
banner