Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hubert ekki áfram í Vogum - „Fyrir tímabilið var ég handviss"
Lengjudeildin
Hubert Kotus
Hubert Kotus
Mynd: Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg
Meistarar í 2. deild, Hubert með Hemma Hreiðars.
Meistarar í 2. deild, Hubert með Hemma Hreiðars.
Mynd: Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg
Hubert Kotus er 28 ára Pólverji sem leikið hefur hér á landi síðustu ár. Hann lék alla 22 leikina með Þrótti Vogum á síðasta tímabili þegar liðið endaði í efsta sæti 2. deildar. Í þrjátíu leikjum skoraði Hubert sex mörk og lagði upp fjórtán.

Hubert verður ekki áfram hjá Þrótti og ræddi Fótbolti.net við hann um framhaldið.

„Við komumst einfaldlega ekki að samkomulagi þegar við ræddum um nýjan samning fyrir nokkrum dögum. Það er ekkert persónulegt á bakvið það, við höldum einfaldlega í sitthvora áttina núna og ég er þakklátur Þrótti fyrir allt og ég vona að það sé eins á hinn veginn," sagði Hubert.

Hvernig hefur þér fundist tíminn á Íslandi til þessa?

„Fótboltalega séð er ég mjög ánægður með tímann því ég átti gott eitt og hálft tímabil með Þrótti, sérstaklega var tímabilið 2021 gott þegar við unnum deildina og fórum upp um deild. Lífið utan vallar hefur einnig verið mjög lúft. Unnusta mín fylgdi mér til landsins, við erum bæði með vinnu, erum með húsnæði og við viljum vera áfram á Íslandi. Við kunnum vel við lífið á Íslandi, náttúran er falleg, þögnin er falleg og hér ríkir friður."

Hvernig var að vinna 2. deild síðasta sumar?

„Það var ótrúlegt og erfitt hreinlega að lýsa því en ég vissi að við myndum vinna deildina. Fyrir tímabilið var ég handviss. Það eina sem ég var ekki viss um var hvaða félag myndi fylgja okkur upp um deild."

Þú segist vilja vera áfram á Íslandi að spila fótbolta, skiptir máli hvar á landinu það er?

„Já, ég vil vera áfram hér. Ég hef spilað sem atvinnumaður í fótbolta allt mitt líf. Á Íslandi er þetta aðeins öðruvísi því ég get einnig unnið með boltanum. Fótboltinn er samt í forgangi og mikilvægasti hluturinn."

„Ég myndi kjósa helst að vera á höfuðborgarsvæðinu eða í nálægð þess því þar á ég heima og vinn þar. En auðvitað myndi ég skoða hvað sem kæmi upp."


Að lokum, hver er þín uppáhaldsstaða?

„Á síðasta tímabili spiluðum við 3-5-2 og þá spilaði ég sem einhvers konar vinstri vængbakvörður, ég myndi segja að það sé mín uppáhalds staða. Ég er örvfættur og get einnig leyst vinstri bakvörðinn og vinstri kantstöðuna vel," sagði Hubert.
Athugasemdir
banner
banner
banner