Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. janúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Finna ekki rétta lánssamninga fyrir Elanga og Pellistri
Mynd: EPA

Anthony Elanga og Facundo Pellistri, ungstirni Manchester United, gætu verið áfram hjá félaginu í janúarglugganum þrátt fyrir mikinn áhuga.


Það eru mörg félög sem vilja fá Elanga og Pellistri til sín á lánssamningum og eru Rauðu djöflarnir reiðubúnir til að lána leikmennina út en aðeins til réttra félaga.

Hingað til hefur Man Utd ekki borist tilboð sem félaginu lýst nægilega vel á. Félagið gerir ákveðnar kröfur til að hleypa ungstirnum sínum burt á lánssamningum. Ef áhugasöm félög geta ekki uppfyllt þær kröfur verða leikmennirnir áfram í Manchester.

Þar fá þeir dýrmætan spiltíma með varaliðinu og gæti Erik ten Hag knattspyrnustjóri einnig notað leikmennina með aðalliðinu.

Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi eru Rauðu djöflarnir enn reiðubúnir til að lána þessa tvo leikmenn út en aðeins til réttra félaga.


Athugasemdir
banner
banner
banner