Sóknarmaðurinn Louie Barry er búinn að finna sér nýtt félag en hann er að ganga í raðir Hull City til loka tímabilsins.
Barry þykir mjög efnilegur en hann lék frábærlega með Stockport County í ensku C-deildinni fyrri hluta tímabilsins. Hann var í kjölfarið kallaður til baka til Aston Villa, þar sem hann er samningsbundinn.
Barry þykir mjög efnilegur en hann lék frábærlega með Stockport County í ensku C-deildinni fyrri hluta tímabilsins. Hann var í kjölfarið kallaður til baka til Aston Villa, þar sem hann er samningsbundinn.
Hann hefur síðustu daga verið að æfa með Aston Villa og er sagður hafa heillað Unai Emery, stjóra liðsins. En hann fer aftur á láni en núna mun hann spila á hærra stigi.
HInn 21 árs gamli Barry mun skrifa undir nýjan samning við Aston Villa áður en hann gengur frá félagaskiptum sínum til Hull.
Hull er sem stendur í 19. sæti Championship-deildarinnar en Barry á að hjálpa liðinu að klifra upp töfluna.
Athugasemdir