Brynjólfur Andersen Willumsson ræddi við Fótbolta.net eftir 7-1 sigur Breiðabliks á ÍA í Lengjubikarnum í kvöld.
Brynjólfur spilaði fyrri hálfleikinn, en að honum loknum voru Blikar 3-0 yfir.
„Mér fannst við spila vel saman sem lið og um leið og við komumst yfir þá var þetta aldrei spurning," sagði Brynjólfur um leikinn, en hann féll við í teignum í fyrri hálfleiknum. Engin vítapsyrna var dæmd.
„Það var fín ákvörðun hjá honum að sleppa þessu, en það var aldrei gult fyrir dýfu."
Brynjólfur hefur verið þekktur undir nafninu "Brynjólfur Darri" til þessa, en nú hefur orðið breyting orðið á því. „Ég hef aldrei notað nafnið Darri. Ég hef breytt því núna og sett ættarnafnið í staðinn. Darri er alveg farið."
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir