Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. febrúar 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grótta fær líka Bjarka Leósson (Staðfest)
Bjarki í leik með Gróttu síðasta sumar.
Bjarki í leik með Gróttu síðasta sumar.
Mynd: Hulda Margrét
Grótta fékk í dag Ágúst Freyr Hallsson í sínar raðir og hefur félagið einnig samið við varnarmanninn Bjarka Leósson.

Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning eins og Ágúst Freyr.

Bjarki ætti að vera Gróttufólki kunnugur en hann kom á láni til félagsins frá KR í fyrra og spilaði 15 leiki fyrir Gróttu áður en hann hélt í háskólaboltann í Bandaríkjunum í ágúst.

Bjarki er 22 ára varnarmaður sem var mikilvægur hlekkur í Gróttuliðinu síðasta sumar.

„Við bjóðum drengina hjartanlega velkomna og hlökkum til að fylgjast með þeim í sumar," segir í tilkynningu frá Gróttu.

Grótta mætir Grindavík á heimavelli í Lengjubikarnum á morgun, en liðið leikur í Pepsi Max-deildinni næsta sumar eftir að hafa unnið Inkasso-deildina í fyrra.

Eftir síðasta tímabil hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfari liðsins og tók við Breiðabliki. Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Breiðabliks, tók við Gróttu.


Athugasemdir
banner
banner