Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam segist vera tilbúinn að taka við Chelsea
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce segist vera tilbúinn að taka við Chelsea af Mauricio Pochettino.

Allardyce hefur verið án starfs eftir að hann yfirgaf Leeds að síðasta tímabili loknu. Hann fékk það verkefni seinni hluta síðasta tímabils að bjarga liðinu frá falli en það tókst ekki.

Allardyce kveðst ekki hrifinn af því starfi sem Pochettino er að vinna hjá Chelsea og segist hann tilbúinn að taka við af honum.

„Ég myndi fljúga frá Dúbaí á morgun til að taka við starfinu," sagði Allardyce léttur á Talksport.

„Það þarf að laga vörnina. Þetta er einhver versti varnarleikur sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni í lengri tíma. Þú vinnur deildina á því að vera með bestu vörnina."

Allardyce þjálfaði enska landsliðið árið 2016 en hann hefur á sínum stjóraferli verið þekktur fyrir það að bjarga liðum úr erfiðri stöðu frá falli. Frá því hann var rekinn frá enska landsliðinu hefur hann stýrt Crystal Palace, Everton, West Brom og Leeds.

Chelsea er sem stendur í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner