Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 19:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Taldi Szoboszlai vera of dýr fyrir Liverpool - „Rangt mat hjá mér"
Mynd: Getty Images

Dominik Szoboszlai miðjumaður Liverpool hefur komið gríðarlega sterkur inn í liðið frá því hann gekk til liðs við félagið frá RB Leipzig í sumar.


Liverpool hefur þurft að byggja upp nýja miðju á þessari leiktíð eftir að Jordan Henderson og Fabinho yfirgáfu félagið rétt eins og James Milner.

Szoboszlai, Wataru Endo og Alexis Mac Allister hafa komið virkilega sterkir inn í liðið og unnu sinni fyrsta bikar um síðustu helgi eftir sigur á Chelsea í úrslitum deildabikarsins. Szoboszlai var þó ekki með vegna meiðsla.

Jorg Schmadtke, yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool, var ekki mjög hrifinn af verðmiðanum á Szoboszlai.

„Við keyptum Dominik Szoboszlai fyrir 70 milljónir evra frá RB Leipzig og þá sagði ég að hann væri of dýr. Ef maður horfir á þetta í dag þá var það rangt mat hjá mér. Hann hefur verið mikilvægur frá fyrsta degi," sagði Schmadtke


Athugasemdir
banner
banner
banner