Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti hringdi í stuðningsmann sem greindist með veiruna
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hringdi í fimmtugan ævilangan stuðningsmann félagsins sem er heima í sóttkví með kórónaveiruna.

Myndavél frá BBC var á svæðinu og tók símtalið upp. Ancelotti var afar vinalegur og lofaði aðstoð félagsins ef stuðningsmaðurinn þyrfti.

„Sæll Mark, hvernig hefurðu það? Ég er Carlo, knattspyrnustjóri Everton. Ég veit að þú ert stuðningsmaður Everton, er það rétt?" sagði Ancelotti.

Þeir ræddu saman um kórónaveiruna og fortíð Everton og heimtaði Ancelotti að Mark myndi hætta að kalla sig Herra Ancelotti. Hann vill frekar vera kallaður Carlo.

„Þetta snýst um að sýna knattspyrnustjóra félagsins virðingu," sagði Mark, en Ancelotti var snöggur að svara.

„Ég er sextugur, þú ert fimmtugur. Við getum kallað hvorn annan með nafni. En hvað sem þig vantar þá getur þú spurt félagið, við erum nálægt þér."

Símtalið má sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner