Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Engar launaskerðingar hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Madrid er þekkt fyrir að vera eitt af best reknu knattspyrnufélögum heims undir leiðsögn Florentino Perez, þrátt fyrir að hafa notað gífurlegar fjárhæðir til leikmannakaupa í fortíðinni.

Nú herjar kórónuveirufaraldurinn á Spáni og eiga mörg knattspyrnufélög í efstu deild í erfiðleikum með að borga leikmönnum sínum og öðru starfsfólki laun.

Því hafa félög verið að tilkynna tímabundnar launalækkanir en Real Madrid ætlar ekki að skerða laun starfsmanna hjá félaginu samkvæmt frétt frá AS.

Félagið er sagt vera í þeirri stöðu að geta greitt öllum full laun áfram í nokkra mánuði til viðbótar án þess að þurfa að taka varúðarráðstafanir.
Athugasemdir
banner
banner