Roy Keane var ekki skemmt í gær þegar hann sá Írland tapa fyrir Lúxemborg í undankeppni HM.
Keane, sem er náttúrulega fyrrum landsliðsmaður Írlands og fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, tjáði sig um tapið vandræðalega á sjónvarpsstöðinni ITV í kvöld.
„Gærkvöldið var mjög erfitt. Margir leikmennirnir hjá Írlandi spila núna í Championship-deildinni og það er mikið áhyggjuefni," sagði Keane en honum fannst vanta gæði í írska liðið.
„Það er ekki góðs viti þegar besti leikmaðurinn þinn - Seamus Coleman - er bakvörður."
Keane sagði jafnframt að enginn úr írska liðinu væri að gera eitthvað sérstakt með félagsliði og að það vantaði markaskorara í hópinn.
Athugasemdir