banner
   sun 28. mars 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst Sveinn verðskulda meira - „Sterkir strákar að slást"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Sveinn Aron Guðjohnsen átti fínan leik fyrir íslenska U21 landsliðið gegn Danmörku í dag.

Sveinn Aron klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en sýndi oft og mörgum sinnum styrk sinn í fremstu víglínu.

Dönsku varnarmennirnir áttu í fullu fangi með hann en Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari, fannst sóknarmaðurinn verðskulda fleiri aukaspyrnur.

„Mér fannst Sveinn standa sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann," sagði Davíð og bætti við:

„Ég vildi fá eitthvað meira út úr þessu, aukaspyrnur og annað. Þetta voru sterkir strákar að slást, stundum fengum við aukaspyrnu og stundum ekki. Mér fannst að Sveinn hefði getað fengið meira á köflum og þá hefðum við getað fært okkur upp á völlinn."

Ísland tapaði leiknum 2-0 og er lítill möguleiki á því að liðið komist áfram upp úr riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner