Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 28. mars 2021 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Hörður Ingi: Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki
Icelandair
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er mikið svekkelsi að hafa ekki náð neinu út úr þessum leik. Við virkuðum svolítið sofandi fyrstu mínúturnar og fáum á okkur tvö mörk sem gerðu svolítið út um leikinn. Við klárlega fengum klárlega augnablik með okkur, fengum vítaspyrnu en því miður fór hún ekki inn. Þetta datt ekki með okkur í dag."

Sagði Hörður Ingi Gunnarsson eftir leikinn gegn Danmörku í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Hörður spilaði í vinstri bakverði í fyrsta leik gegn Rússum en í hægri bakverðinum í dag. Er mismunandi hvernig hann undirbýr sig fyrir leiki?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef gert þetta í svolítið langan tíma að skipta á milli. Ég er orðinn vanur þessu og finn ekki mikinn mun á að spila hægra megin eða spila vinstra megin."

„Mér fannst ég solid í leiknum. Við vorum agaðir og lokuðum svæðunum vel. Við mættum sterku landsliði og mér fannst þeir ekki skapa sér mikið af færum. Mér finnst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum."


Átti Hörður að fá á sig vítaspyrnu? Einn Daninn var fljótur niður í íslenska teignum eftir að Hörður kom nálægt honum .

„Nei, langt í frá. Ég rétt svo strýk á honum bakið og hann henti sér í jörðina. Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki."

Hver er uppáhaldsstaða Harðar?

„Bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."

Erum við að vona núna að Rússarnir klári Frakka svo það sé einhver von fyrir síðasta leikinn?

„Auðvitað er maður alltaf að vona, ég held að menn séu gíraðir að enda þetta með stæl og taka þrjú stig úr þeim leik. Þetta gæti verið síðasti leikur okkar saman og maður vill enda þetta vel," sagði Hörður.
Athugasemdir
banner