Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   sun 28. mars 2021 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Hörður Ingi: Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki
Icelandair
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er mikið svekkelsi að hafa ekki náð neinu út úr þessum leik. Við virkuðum svolítið sofandi fyrstu mínúturnar og fáum á okkur tvö mörk sem gerðu svolítið út um leikinn. Við klárlega fengum klárlega augnablik með okkur, fengum vítaspyrnu en því miður fór hún ekki inn. Þetta datt ekki með okkur í dag."

Sagði Hörður Ingi Gunnarsson eftir leikinn gegn Danmörku í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Hörður spilaði í vinstri bakverði í fyrsta leik gegn Rússum en í hægri bakverðinum í dag. Er mismunandi hvernig hann undirbýr sig fyrir leiki?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef gert þetta í svolítið langan tíma að skipta á milli. Ég er orðinn vanur þessu og finn ekki mikinn mun á að spila hægra megin eða spila vinstra megin."

„Mér fannst ég solid í leiknum. Við vorum agaðir og lokuðum svæðunum vel. Við mættum sterku landsliði og mér fannst þeir ekki skapa sér mikið af færum. Mér finnst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum."


Átti Hörður að fá á sig vítaspyrnu? Einn Daninn var fljótur niður í íslenska teignum eftir að Hörður kom nálægt honum .

„Nei, langt í frá. Ég rétt svo strýk á honum bakið og hann henti sér í jörðina. Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki."

Hver er uppáhaldsstaða Harðar?

„Bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."

Erum við að vona núna að Rússarnir klári Frakka svo það sé einhver von fyrir síðasta leikinn?

„Auðvitað er maður alltaf að vona, ég held að menn séu gíraðir að enda þetta með stæl og taka þrjú stig úr þeim leik. Þetta gæti verið síðasti leikur okkar saman og maður vill enda þetta vel," sagði Hörður.
Athugasemdir
banner
banner