Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   sun 28. mars 2021 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Hörður Ingi: Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki
Icelandair
Í baráttunni í leiknum.
Í baráttunni í leiknum.
Mynd: Getty Images
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er mikið svekkelsi að hafa ekki náð neinu út úr þessum leik. Við virkuðum svolítið sofandi fyrstu mínúturnar og fáum á okkur tvö mörk sem gerðu svolítið út um leikinn. Við klárlega fengum klárlega augnablik með okkur, fengum vítaspyrnu en því miður fór hún ekki inn. Þetta datt ekki með okkur í dag."

Sagði Hörður Ingi Gunnarsson eftir leikinn gegn Danmörku í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Hörður spilaði í vinstri bakverði í fyrsta leik gegn Rússum en í hægri bakverðinum í dag. Er mismunandi hvernig hann undirbýr sig fyrir leiki?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef gert þetta í svolítið langan tíma að skipta á milli. Ég er orðinn vanur þessu og finn ekki mikinn mun á að spila hægra megin eða spila vinstra megin."

„Mér fannst ég solid í leiknum. Við vorum agaðir og lokuðum svæðunum vel. Við mættum sterku landsliði og mér fannst þeir ekki skapa sér mikið af færum. Mér finnst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum."


Átti Hörður að fá á sig vítaspyrnu? Einn Daninn var fljótur niður í íslenska teignum eftir að Hörður kom nálægt honum .

„Nei, langt í frá. Ég rétt svo strýk á honum bakið og hann henti sér í jörðina. Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki."

Hver er uppáhaldsstaða Harðar?

„Bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."

Erum við að vona núna að Rússarnir klári Frakka svo það sé einhver von fyrir síðasta leikinn?

„Auðvitað er maður alltaf að vona, ég held að menn séu gíraðir að enda þetta með stæl og taka þrjú stig úr þeim leik. Þetta gæti verið síðasti leikur okkar saman og maður vill enda þetta vel," sagði Hörður.
Athugasemdir
banner
banner