
Tómas Ingi Tómasson reiknar með erfiðum leik gegn Armenum í dag en segir að Ísland verði hinsvegar að vinna ef það ætlar sér að gera hluti í þessum riðli.
„Við erum að fara að spila leik þar sem fólk heldur að við séum miklu betra liðið. Ég held að þetta sé jafnara en menn telja. Við erum orðin góðu vön og viljum meina að við séum miklu betra lið en Armenía," segir Tómas Ingi sem ræddi um landsliðin í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Ef við ætlum okkur eitthvað í framtíðinni þá verðum við að vinna þessa leiki."
„Við erum að fara að spila leik þar sem fólk heldur að við séum miklu betra liðið. Ég held að þetta sé jafnara en menn telja. Við erum orðin góðu vön og viljum meina að við séum miklu betra lið en Armenía," segir Tómas Ingi sem ræddi um landsliðin í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Ef við ætlum okkur eitthvað í framtíðinni þá verðum við að vinna þessa leiki."
Tómas Ingi reiknar með því að Albert Guðmundsson og Jóhann Berg Guðmundsson komi inn í byrjunarliðið.
„Ég held að við eigum að vera með okkar leikmenn sem eru bestir á boltanum. Vonandi verðir Jói líka klár," segir Tómas.
Hann var spurður út í leikkerfið gegn Þýskalandi og hvort hann sjái það breytast.
„Þetta eru bara tölur á blaði. Í raun og veru eru allir fyrir aftan boltann þegar er varist. Þetta gekk ekki upp á móti Þjóðverjum en sama kerfi gæti lukkast vel gegn Armenum. Það var ekki kerfið sem fór með þetta gegn Þýskalandi, gæðamunurinn í öllum stöðum var bara of mikill. Þegar okkar vantar Gylfa og Jóa er eins og það vanti svona átta hjá þeim," segir Tómas Ingi.
Það vantar stærstu stjörnu armenska liðsins, Henrikh Mkhitaryan er á meiðslalistanum.
„Þetta er eina nafnið sem maður getur borið fram, því hann var í Manchester United í korter. Ég var að skoða nöfnin á þessum bestu mönnum hjá þeim og ég get ekki stafað mig fram úr þessu einu sinni," segir Tómas Ingi.
Leikur Armeníu og Íslands hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir