Besta deildin byrjar að rúlla á annan í páskum. Það var kynningarfundur í dag en fótbolti.net ræddi við nokkra þjálfara í deildinni á fundinum.
Kyle McLagan miðvörður Víkings meiddist illa í undanúrslitum Lengjubikarsins gegn Val en það kom í ljós að hann er með slitið krossband og verður ekkert með í sumar.
Arnar Gunnlaugsson ræddi við fótbolta.net í dag en Víkingur er í leit að nýjum miðverði.
„Við erum búnir að eyrnamerkja tvo til þrjá. Svo er það bara hvað við viljum, leikmaðurinn og hans félagslið. Við teljum þessa tvo til þrjá vera mjög öfluga kandídata til að styrkja okkur í sumar," sagði Arnar.
Hann er þolinmóður og ekkert stressaður yfir því að fá inn nýjan miðvörð svo framarlega sá rétti komi inn. Sá leikmaður mun ekki geta spilað leik fyrir liðið áður en alvaran hefst annan í páskum.
Sjá einnig:
Kyle ekkert með í sumar - bæði fremra og aftara krossbandið slitið