Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 28. apríl 2025 20:40
Elvar Geir Magnússon
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var hérna í átta ár og geggjað að koma til baka, frábær leikur hjá ÍBV liðinu í dag," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 3-2 útisigur liðsins gegn Stjörnunni.

Þetta var þriðji sigurleikur ÍBV í röð, ef bikarinn er tekinn með, og liðið átti flottan leik í Garðabænum. ÍBV komst í 2-0 en Stjarnan minnkaði muninn eftir aukaspyrnu sen Láki var alls ekki sáttur við að fá á sig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 ÍBV

„Mér fannst við vera með leikinn í höndunum þegar þeir fá ótrúlega ódýra aukaspyrnu sem þeir skora upp úr. Maður var pirraður yfir því og fannst dómarinn bara koma þeim inn í leikinn," sagði Láki sem fékk gult spjald í hálfleik. Hann sagði dómarana ekki hafa viljað hlusta neitt á sig.

„Ég fékk ekkert að tjá mig, aðstoðardómarinn sagði mér að drulla mér bara í burtu. Ég tek það á mig, ég ætlaði að tjá mig en náði því ekki."

Gott að vera einangraður á þessari eyju
Maður leiksins var Bjarki Björn Gunnarsson, sem skoraði stórglæsilegt mark, og var að auki hreinlega stórskemmtilegur allan leikinn.

„Bjarki Björn var besti maður vallarins í dag. Hann er í hlutverki sem hentar honum gríðarlega vel og er bara frábær leikmaður," segir Láki.

Hann hrósar karakternum í markverði sínum, Marcel Zapytowski, sem gerði hræðileg mistök í fyrra marki Stjörnunnar en lét það ekki slá sig út af laginu og átti flottar vörslur eftir mistökin.

Eins og áður segir þá er ÍBV búið að vinna þrjá leiki í röð (gegn Víkingi, Fram og Stjörnunni) en það er eitthvað sem sparkspekingar sáu alls ekki í kortunum.

„Það er gott að vera einangraður á þessari eyju og maður er ekki mikið að spá í því hvað aðrir eru að segja um mann. Eyjamenn þekkja að hafa fyrir öllu í lífinu og það truflar okkur ekki neitt," segir Láki.

Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um næsta leik gegn Vestra og segir að Eyjamenn séu ekki líklegir til að gera neinar breytingar á gluggadeginum sem er á morgun.
Athugasemdir
banner