Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   mán 28. apríl 2025 20:40
Elvar Geir Magnússon
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var hérna í átta ár og geggjað að koma til baka, frábær leikur hjá ÍBV liðinu í dag," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 3-2 útisigur liðsins gegn Stjörnunni.

Þetta var þriðji sigurleikur ÍBV í röð, ef bikarinn er tekinn með, og liðið átti flottan leik í Garðabænum. ÍBV komst í 2-0 en Stjarnan minnkaði muninn eftir aukaspyrnu sen Láki var alls ekki sáttur við að fá á sig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 ÍBV

„Mér fannst við vera með leikinn í höndunum þegar þeir fá ótrúlega ódýra aukaspyrnu sem þeir skora upp úr. Maður var pirraður yfir því og fannst dómarinn bara koma þeim inn í leikinn," sagði Láki sem fékk gult spjald í hálfleik. Hann sagði dómarana ekki hafa viljað hlusta neitt á sig.

„Ég fékk ekkert að tjá mig, aðstoðardómarinn sagði mér að drulla mér bara í burtu. Ég tek það á mig, ég ætlaði að tjá mig en náði því ekki."

Gott að vera einangraður á þessari eyju
Maður leiksins var Bjarki Björn Gunnarsson, sem skoraði stórglæsilegt mark, og var að auki hreinlega stórskemmtilegur allan leikinn.

„Bjarki Björn var besti maður vallarins í dag. Hann er í hlutverki sem hentar honum gríðarlega vel og er bara frábær leikmaður," segir Láki.

Hann hrósar karakternum í markverði sínum, Marcel Zapytowski, sem gerði hræðileg mistök í fyrra marki Stjörnunnar en lét það ekki slá sig út af laginu og átti flottar vörslur eftir mistökin.

Eins og áður segir þá er ÍBV búið að vinna þrjá leiki í röð (gegn Víkingi, Fram og Stjörnunni) en það er eitthvað sem sparkspekingar sáu alls ekki í kortunum.

„Það er gott að vera einangraður á þessari eyju og maður er ekki mikið að spá í því hvað aðrir eru að segja um mann. Eyjamenn þekkja að hafa fyrir öllu í lífinu og það truflar okkur ekki neitt," segir Láki.

Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um næsta leik gegn Vestra og segir að Eyjamenn séu ekki líklegir til að gera neinar breytingar á gluggadeginum sem er á morgun.
Athugasemdir