Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mán 28. apríl 2025 20:40
Elvar Geir Magnússon
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Bjarki Björn átti mjög öflugan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var hérna í átta ár og geggjað að koma til baka, frábær leikur hjá ÍBV liðinu í dag," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 3-2 útisigur liðsins gegn Stjörnunni.

Þetta var þriðji sigurleikur ÍBV í röð, ef bikarinn er tekinn með, og liðið átti flottan leik í Garðabænum. ÍBV komst í 2-0 en Stjarnan minnkaði muninn eftir aukaspyrnu sen Láki var alls ekki sáttur við að fá á sig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 ÍBV

„Mér fannst við vera með leikinn í höndunum þegar þeir fá ótrúlega ódýra aukaspyrnu sem þeir skora upp úr. Maður var pirraður yfir því og fannst dómarinn bara koma þeim inn í leikinn," sagði Láki sem fékk gult spjald í hálfleik. Hann sagði dómarana ekki hafa viljað hlusta neitt á sig.

„Ég fékk ekkert að tjá mig, aðstoðardómarinn sagði mér að drulla mér bara í burtu. Ég tek það á mig, ég ætlaði að tjá mig en náði því ekki."

Gott að vera einangraður á þessari eyju
Maður leiksins var Bjarki Björn Gunnarsson, sem skoraði stórglæsilegt mark, og var að auki hreinlega stórskemmtilegur allan leikinn.

„Bjarki Björn var besti maður vallarins í dag. Hann er í hlutverki sem hentar honum gríðarlega vel og er bara frábær leikmaður," segir Láki.

Hann hrósar karakternum í markverði sínum, Marcel Zapytowski, sem gerði hræðileg mistök í fyrra marki Stjörnunnar en lét það ekki slá sig út af laginu og átti flottar vörslur eftir mistökin.

Eins og áður segir þá er ÍBV búið að vinna þrjá leiki í röð (gegn Víkingi, Fram og Stjörnunni) en það er eitthvað sem sparkspekingar sáu alls ekki í kortunum.

„Það er gott að vera einangraður á þessari eyju og maður er ekki mikið að spá í því hvað aðrir eru að segja um mann. Eyjamenn þekkja að hafa fyrir öllu í lífinu og það truflar okkur ekki neitt," segir Láki.

Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um næsta leik gegn Vestra og segir að Eyjamenn séu ekki líklegir til að gera neinar breytingar á gluggadeginum sem er á morgun.
Athugasemdir
banner
banner