Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í kvöld en beðið hafði verið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu. Leikurinn náði samt aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir.
Sérstök athygli beindist að leiknum vegna fjölmiðlafársins þegar Gylfi Þór Sigurðsson fékk sig lausan frá Val og gekk í raðir Víkings fyrr á árinu.
Sérstök athygli beindist að leiknum vegna fjölmiðlafársins þegar Gylfi Þór Sigurðsson fékk sig lausan frá Val og gekk í raðir Víkings fyrr á árinu.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Víkingur R.
Gylfi hefur alls ekki fundið sig í Víkingstreyjunni í byrjun móts og stuðningsmenn Vals voru með borða sem vakti athygli:
„Enginn skilaréttur!!!!!!!!“
Sigurbjörn Hreiðarsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, segir að ekkert hafi komið úr Gylfa í leiknum í kvöld.
„Hann var ekki sjáanlegur í þessum leik og það er áhyggjuefni fyrir Víkinga. Þeir treysta mikið á hann," sagði Sigurbjörn.
Athugasemdir