Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 08:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við verðum bara að auglýsa eftir honum"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið frekar rólega af stað á ferli sínum með Víkingum.

Gylfi skipti yfir til Víkingu stuttu fyrir mót þar sem hann var ekki nægilega sáttur hjá Val. Við þessi skipti voru miklar væntingar gerðar til hans og var hann meðal annars valinn besti leikmaður deildarinnar hjá Fótbolta.net fyrir mót.

En Gylfi hefur haft hægt um sig í fyrstu leikjunum. Hann fékk rautt spjald fyrir grófa tæklingu í fyrsta deildarleiknum gegn ÍBV en hafði fram að því verið slakur. Það hefur svo lítið farið fyrir honum í síðustu tveimur leikjum Víkinga.

Víkingar töpuðu 1-0 gegn nýliðum Aftureldingar í gær og var frammistaða leikmanna Víkings gagnrýnd.

„Víkingar voru sjokkerandi í þessum leik," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu. „Þetta var bara ekki gott. Það voru leikmenn þarna inn á sem voru hræðilega lélegir. Davíð Örn Atlason, ég man ekki eftir honum svona slökum áður. Erlingur Agnarsson... og Danni Hafsteins var ekki góður. Gylfi Þór Sigurðsson," sagði Valur og þá tók Sæbjörn Steinke orðið.

„Við verðum bara að auglýsa eftir honum, takk."

„Ég horfði á hann í návígum og svona. Menn voru að taka boltann af honum eins og hver annar maður. Hann virkaði 'off'."

„Maður hefur ekki séð mikið koma úr honum hjá Víkingum," sagði Valur. „Ekki neitt," sagði Sæbjörn.

Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á í síðari hálfleik og segir Valur að hann sé besti leikmaður Víkinga.

„Mér finnst þetta besti leikmaður Víkinga í dag. Þegar hann fær boltann, hraðabreytingarnar hjá honum og hvernig hann getur búið til eitthvað úr engu. Það munar öllu að hann sé inn á hjá Víkingum. Þetta hljóta þeir að hafa vonað þegar þeir keyptu Gylfa að hann myndi koma með þetta að borðinu, að hann keyri þetta í gang. Það var alls ekki þannig í þessum leik og þeim leikjum sem maður hefur séð með þeim," sagði Valur.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Athugasemdir