Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. maí 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Barist um Botman og Torres
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það eru tveir öflugir miðverðir sem gætu skipt um félag í sumar ef nægilega góð tilboð berast.


Sven Botman er 22 ára Hollendingur sem hefur gert frábæra hluti með Lille og vill skipta um félag.

Lille er reiðubúið til að selja miðvörðinn fyrir um 50 milljónir evra en hann er samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin.

Newcastle og AC Milan hafa mikinn áhuga á Botman en verðmiðinn gæti verið aðeins of hár fyrir Milan. Fleiri félög hafa verið orðuð við varnarmanninn en það eru þessi tvö sem leiða kapphlaupið.

Pau Torres er 25 ára landsliðsmaður Spánverja og lykilmaður hjá Villarreal.

Hann er á óskalistanum bæði hjá Thomas Tuchel hjá Chelsea og Erik ten Hag hjá Manchester United en félögin vilja bíða með að bjóða í hann.

Villarreal vill fá um 60 milljónir evra fyrir Torres, sem á tvö ár eftir af samningnum, en Chelsea og Man Utd eru að leita sér að ódýrari kostum.

Félagaskiptaglugginn í sumar verður spennandi og áhugavert að sjá hvort þessir tveir öflugu miðverðir skipti um félag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner