Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. maí 2022 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Manchester United gerir loka tilraun til að næla í Neves
Powerade
Ruben Neves
Ruben Neves
Mynd: EPA
Sadio Mane
Sadio Mane
Mynd: EPA
Darwin Nunez
Darwin Nunez
Mynd: EPA
Pau Torres
Pau Torres
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Neves, Mane, Jesus, Nunez, Suarez, Neymar og Soucek koma við sögu í slúðurpakka dagsins.


Manchester United er að gera lokatilraun til að kaupa Ruben Neves, 25, leikmann Wolves en liðið keppist við Barcelona um leikmanninn. (Sun)

United er hrætt um að eiga ekki efni á Darwin Nunez þar sem Benfica hefur tjáð félaginu að hann muni kosta um 100 milljónir punda. (Star)

Félagið hefur einnig rætt við Erik ten Hag um möguleikann á því að kaupa Pau Torres varnarmann Villarreal í sumar. (Manchester Evening News)

Það er búist við því að Chelsea einbeiti sér af því að fá varnarmenn í sumar en liðið er með 200 milljónir punda til að kaupa. Fjórir varnarmenn yfirgefa liðið í sumar. Þeir gætu barist við Man City og Tottenham um Marc Cucurella vinstri bakvörð Brighton en hann er metinn á 45 miljónir punda. Christopher Nkunku, 24, vængmaður RB Leipzig er einnig á óskalista Chelsea. (Sun)

Liverpool fær í kringum 25 milljónir punda fyrir Sadio Mane sem fer til Bayern Munchen til að fylla skarð sem Robert Lewandowski skilur eftir sig. (L'Equipe)

Aston Villa er að skoða möguleikann á að fá Luis Suarez, 35, en hann er án félags eftir að hann var látinn fara frá Atletico Madrid. Úrugvæski framherjinn er fyrrum samherji Steven Gerrard stjóra Villa. (Telegraph)

Neymar er til sölu í sumar en leikmaðurinn gekk til liðs við PSG fyrir metfé uppá 222 milljónir evra árið 2017 en hann hefur verið í meiðslavandræðum að undanförnu. (ESPN)

Arsenal hefur boðið PSG að fá Nicolas Pepe, 26, (Foot Mercato)

Það er mikill áhugi á Maxwell Cornet leikmanni Burnley eftir að 17.5 milljón punda ákvæði í samningnum hans virkjaðist þegar Burnley féll úr úrvalsdeildinni. West Ham hefur áhuga þar sem David Moyes ætlar að stykja liðið fyrir Evrópukeppnina. Newcastle, Brighton, Everton, Wolves, Palace, Leicester og Fulham hafa einnig verið í sambandi við umboðsmann Cornet. (90min)

Newcastle vill bæta Moussa Diaby vængmanni Bayer Leverkusen við framlínuna sína á næstu leiktíð og hafa spurst fyrir um hann. (Telegraph)

Umboðsmaður Gabriel Jesus, 25, Marcelo Pettanti, segir að það muni eitthvað gerast í hans málum eftir landsleikjahléið í júní. Arsenal og Tottenham hafa áhuga á leikmanninum. (Mirror)

Arsenal velur á milli Jesus og spænska framherjans Alvaro Morata, 29, sem var á láni hjá Juventus frá Atletico Madrid á nýafstaðnu tímabili. (Mirror)

Atletico Madrid ætlar ekki að næla í Gareth Bale og Angel Di Maria í sumar. Bale, 32, mun yfirgefa Real Madrid þegar samningurinn hans rennur út í júni á meðan Angel Di Maria, 34, yfirgefur PSG á frjálsri sölu. (ESPN)

Sevilla mun ekki samþykkja tilboð undir 65 milljón evra í Jules Kounde en Chelsea er sagt ætla gera fyrsta tilboð fljótlega. (Fabrizio Romano)

Chelsea menn eru vongóðir um að boð í kringum 42 milljónir punda auk möguleika á aukagreiðslum sé nóg til að landa Frakkanum. (Telegraph)

Króatíski miðjumaðurinn Ivan Perisic, 33, hefur samþykkt samningstilboð frá Tottenham. Heimildarmenn í kringum INter Milan segja að enska félagið muni hafa betur gegn Chelsea og Juventus í baráttunni um leikmanninn. (Independent)

Roma ætlar að bjóða Tammy Abraham nýjan samning, Arsenal, Newcastle og Aston Villa hafa öll spurst fyrir um hann. (90min)

Inter Milan hefur sett 20 milljón punda verðmiða á vinstri bakvörðinn Federico Dimarco, 24, en hann er á óskalista Arsenal. (Sun)

Arsenal mun fá samkeppni frá Tottenham um Djed Spence hægri bakvörð Middlesbrough en leikmaðurinn var á láni hjá Nottingham Forest á nýafstaðnu tímabili. (Sun)

Newcastle og Leeds eru vongóð um að kaupa Nathan Collins, 21, frá Burnley. (Football Insider)

Newcastle gæti haft betur gegn Everton og West Ham í baráttunni um James Tarkowski leikmann Burnley en samningurinn hans rennur út í júní. (Football Insider)

Crystal Palace er komið langt í viðræðum við Sam Johnstone. Þessi 29 ára gamli markvörður er án félags eftir að hann yfirgaf West Brom og er einnig á óskalista Manchester United og Tottenham. (Mail)

West Ham ætlar ekki að selja Tomas Soucek, 27. Það voru sögusagnir um að félagið væri að hlusta á tilboð. (Sky Sports)

Chelsea þarf að ákveða hvað þeir ætla að gera við Levi Colwill, 19, sem er á láni hjá Huddersfield. Arsenal, Leicester og nokkur önnur úrvalsdeildarfélög hafa spurst fyrir um hann. (Goal)


Athugasemdir
banner
banner
banner