banner
   lau 28. maí 2022 12:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Missti ekki trúna á sigri City - „Miðað við söguna fer maður að trúa"
Gundogan skoraði tvö....
Gundogan skoraði tvö....
Mynd: Getty Images
Og Rodri eitt gegn Villa
Og Rodri eitt gegn Villa
Mynd: Getty Images

Eiríkur Þorvarðarson stuðningsmaður Manchester City og Sveinn Waage stuðningsmaður Liverpool voru gestir hjá Sæbirni Steinke í síðasta þætti hlaðvarpsins Enski Boltinn á þessari leiktíð.


Meirihluti þáttarins fór í að ræða baráttu liðanna um titilinn í vetur. Eiríkur var smeikur fyrir lokaumferðina.

„Það var búið að skrifa handritið, Gerrard að mæta og fara að borga fyrir það að renna á móti Chelsea á sínum tíma og svo nátturulega Coutinho. Það er búið að liggja yfir þeim að borga til baka. Þetta er það sem er svo geggjað við Liverpool," sagði Eiríkur.

„Ég er viss um það að menn fóru í kirkju líka til þess að ná þessari sögu en þeir náðu ekki að fara með allar sínar bænir til að ná þessu alla leið. Styrkleiki og geta City liðsins er það mikil að við tókum þetta."

„Ef það er eitthvað lið sem getur gert svona, komið svona brjálað upp á nokkrum mínútum er það City," sagði Sveinn.

City tryggði sér titilinn á ótrúlegan hátt en liðið var 2-0 undir áður en það skoraði þrjú mörk á fimm mínútna kafla. Útlitið var ansi svart fyrir City þegar Coutinho skoraði annað mark Aston Villa en Eiríkur fór að trúa strax og City skoraði fyrsta markið.

„Það kemur aukinn kraftur og menn finna blóðbragðið. City var búið að gera þetta einu sinni áður, miðað við söguna þá fer maður að trúa, það er fordæmi fyrir þesssu. Talandi um Liverpool, þeir hafa gert þetta áður, gegn AC Milan og Barcelona. Þetta tekur maður með sér þó það séu ekki sömu leikmenn en þú býrð til ákveðna hefð í klúbbum. Um leið og fyrsta markið kom þá fór maður að trúa aftur."

Það er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dominos (fyrir alla) og WhiteFox (fyrir 18 ára og eldri) færa þér þáttinn.


Enski boltinn - Fagnaði titlinum í hjarta samfélagsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner