Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   sun 28. maí 2023 22:53
Sölvi Haraldsson
Gyrðir: Völlurinn var skemmtilegur en mjög blautur
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara í fyrsta lagi mjög ánægður með þessi þrjú stig. Mjög góður leikur og aðstæður bara góðar. Virkilega blautur völlurinn, skemmtilegt fótboltaveður en smá erfitt“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Hvernig fannst þér myndbandið sem var gert í aðdragandanum að þessum leik þar sem vitnað var mikið í kartöflugarð?

„Það var virkilega gott grín. Völlurinn er miklu betri en hann var samt og rigningin hjálpar honum mikið. En hann var virkilega blautur en bara góður í dag.“

Þið hafið unnið alla leiki sem þið spilið á grasi, finnst ykkur svona gaman að spila á grasi?

„Já, alvöru fótbolti er spilaður á grasi. Nei ég segi svona. Okkur líður vel á grasi. Þetta er heimavöllurinn okkar og við eigum að gera hann að vígi. Okkur líður mjög vel hérna.“

Þú heldur áfram að skora hérna aðra umferðina í röð, þú hlýtur að vera ánægður með þína persónulegu frammistöðu?

„Já virkilega. Ég er ánægður að hafa skorað annan leikinn í röð en fyrst og fremst ánægður með þessi þrjú stig.“

Fannst þér þetta fara í Eggert eða helduru að þú eigir þriðja markið sem þið skorið í dag, þegar HK-ingar báðu um rangstöðu á Eggert?

„Mér fannst boltinn hafa farið inn fyrir línuna áður en Eggert snerti hann. En ég veit það ekki, ég þarf að sjá það betur. Ég hélt að ég hafi skorað þetta mark allavegana.“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner