„Bara í fyrsta lagi mjög ánægður með þessi þrjú stig. Mjög góður leikur og aðstæður bara góðar. Virkilega blautur völlurinn, skemmtilegt fótboltaveður en smá erfitt“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 4 - 3 HK
Hvernig fannst þér myndbandið sem var gert í aðdragandanum að þessum leik þar sem vitnað var mikið í kartöflugarð?
„Það var virkilega gott grín. Völlurinn er miklu betri en hann var samt og rigningin hjálpar honum mikið. En hann var virkilega blautur en bara góður í dag.“
Þið hafið unnið alla leiki sem þið spilið á grasi, finnst ykkur svona gaman að spila á grasi?
„Já, alvöru fótbolti er spilaður á grasi. Nei ég segi svona. Okkur líður vel á grasi. Þetta er heimavöllurinn okkar og við eigum að gera hann að vígi. Okkur líður mjög vel hérna.“
Þú heldur áfram að skora hérna aðra umferðina í röð, þú hlýtur að vera ánægður með þína persónulegu frammistöðu?
„Já virkilega. Ég er ánægður að hafa skorað annan leikinn í röð en fyrst og fremst ánægður með þessi þrjú stig.“
Fannst þér þetta fara í Eggert eða helduru að þú eigir þriðja markið sem þið skorið í dag, þegar HK-ingar báðu um rangstöðu á Eggert?
„Mér fannst boltinn hafa farið inn fyrir línuna áður en Eggert snerti hann. En ég veit það ekki, ég þarf að sjá það betur. Ég hélt að ég hafi skorað þetta mark allavegana.“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.