29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 28. maí 2023 20:01
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Það er stemning í okkur
Fylkismenn fagna marki Orra.
Fylkismenn fagna marki Orra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Það var létt yfir Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara Fylkis eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mikilvægur sigur. Við fengum högg í magann í síðasta leik en þetta snýst um að núllstilla sig fyrir hvern einasta leik," segir Rúnar en Stjarnan jafnaði í lokin gegn Árbæingum í síðasta leik.

„Ég er sáttur með spilamennskuna að mörgu leyti. Við höfum oft spilað betur og komið boltanum betur á milli manna. Það er erfitt að vinna fótboltaleiki, þú þarft að hafa helvíti mikið fyrir því og við gerðum það í dag."

„Það eru framfarir í því sem við erum að gera. Við byrjuðum mótið ekki nægilega vel. Við erum farnir að ná í stig og það er gaman. Það er kemestría í mannskapnum og okkur líður vel í skipulaginu. Það er stemning í okkur og það gefur okkur byr undir báða vængi að það eru að koma inn úrslit núna."

„Lykilmenn eru úti en það koma menn inn og standa sig. Pétur (Bjarnason) öflugur frammi og Birkir (Eyþórsson) er að spila bakvörð, eitthvað sem hann hefur ekki gert áður, og er að standa sig. Menn standa sig í sínum hlutverkum."

Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og fleiri eru á meiðsalistanum og segir Rúnar að ekki sé von á mönnum af meiðslalistanum alveg strax. Þeir verði flestir frá í einhverjar vikur í viðbót.
Athugasemdir
banner