Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 28. maí 2023 20:01
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Það er stemning í okkur
Fylkismenn fagna marki Orra.
Fylkismenn fagna marki Orra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Það var létt yfir Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara Fylkis eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mikilvægur sigur. Við fengum högg í magann í síðasta leik en þetta snýst um að núllstilla sig fyrir hvern einasta leik," segir Rúnar en Stjarnan jafnaði í lokin gegn Árbæingum í síðasta leik.

„Ég er sáttur með spilamennskuna að mörgu leyti. Við höfum oft spilað betur og komið boltanum betur á milli manna. Það er erfitt að vinna fótboltaleiki, þú þarft að hafa helvíti mikið fyrir því og við gerðum það í dag."

„Það eru framfarir í því sem við erum að gera. Við byrjuðum mótið ekki nægilega vel. Við erum farnir að ná í stig og það er gaman. Það er kemestría í mannskapnum og okkur líður vel í skipulaginu. Það er stemning í okkur og það gefur okkur byr undir báða vængi að það eru að koma inn úrslit núna."

„Lykilmenn eru úti en það koma menn inn og standa sig. Pétur (Bjarnason) öflugur frammi og Birkir (Eyþórsson) er að spila bakvörð, eitthvað sem hann hefur ekki gert áður, og er að standa sig. Menn standa sig í sínum hlutverkum."

Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og fleiri eru á meiðsalistanum og segir Rúnar að ekki sé von á mönnum af meiðslalistanum alveg strax. Þeir verði flestir frá í einhverjar vikur í viðbót.
Athugasemdir
banner