Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 28. maí 2023 20:01
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Það er stemning í okkur
Fylkismenn fagna marki Orra.
Fylkismenn fagna marki Orra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Það var létt yfir Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara Fylkis eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mikilvægur sigur. Við fengum högg í magann í síðasta leik en þetta snýst um að núllstilla sig fyrir hvern einasta leik," segir Rúnar en Stjarnan jafnaði í lokin gegn Árbæingum í síðasta leik.

„Ég er sáttur með spilamennskuna að mörgu leyti. Við höfum oft spilað betur og komið boltanum betur á milli manna. Það er erfitt að vinna fótboltaleiki, þú þarft að hafa helvíti mikið fyrir því og við gerðum það í dag."

„Það eru framfarir í því sem við erum að gera. Við byrjuðum mótið ekki nægilega vel. Við erum farnir að ná í stig og það er gaman. Það er kemestría í mannskapnum og okkur líður vel í skipulaginu. Það er stemning í okkur og það gefur okkur byr undir báða vængi að það eru að koma inn úrslit núna."

„Lykilmenn eru úti en það koma menn inn og standa sig. Pétur (Bjarnason) öflugur frammi og Birkir (Eyþórsson) er að spila bakvörð, eitthvað sem hann hefur ekki gert áður, og er að standa sig. Menn standa sig í sínum hlutverkum."

Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og fleiri eru á meiðsalistanum og segir Rúnar að ekki sé von á mönnum af meiðslalistanum alveg strax. Þeir verði flestir frá í einhverjar vikur í viðbót.
Athugasemdir
banner
banner