Kalvin Phillips er samningsbundinn Manchester City en ólíklegt þykir að hann spili fyrir liðið á næsta tímabili.
Phillips er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur átt erfitt uppdráttar frá því að Englandsmeistararnir keyptu hann frá Leeds sumarið 2022.
Phillips er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur átt erfitt uppdráttar frá því að Englandsmeistararnir keyptu hann frá Leeds sumarið 2022.
Á einu og hálfu tímabili með City kom hann einungis við sögu í 31 leik. Í janúar var hann svo lánaður til West Ham þar sem hann kom við sögu í tíu leikjum og náði ekki að sýna sínar bestu frammistöður.
Hann var fastamaður í enska landsliðshópnum í nokkuð langan tíma en missti sætið sitt í vetur og fer ekki með á EM í sumar.
Hann var orðaður við Leeds síðustu vikurnar en þar sem félagið komst ekki upp í úrvalsdeildina eru líkurnar orðnar minni á því að hann snúi aftur til Leeds.
Í dag er hann orðaður við Everton sem átti gott tímabil í úrvalsdeildinni og hélt sér sannfærandi uppi þrátt fyrir stigafrádrátt. Ef Phillips fer til Everton verður það líklegast að láni.
Athugasemdir