Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Rashford ætlar að endurræsa sig andlega
Marcus Rashford ætlar að núllstilla sig.
Marcus Rashford ætlar að núllstilla sig.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Luke Shaw tók upp penna og skrifaði á Instagram.
Luke Shaw tók upp penna og skrifaði á Instagram.
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford ætlar að taka sér frí og endurræsa sig andlega eftir erfitt tímabil með Manchester United.

Rashford var ekki valinn í landsliðshóp Gareth Southgate fyrir EM 2024 en hann skoraði bara átta mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United, sem endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Tímabilinu lauk hinsvegar á góðu nótunum en Rashford hjálpaði sínu liði að vinna Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins.

Hinn 26 ára Rashford tilkynnir það á X að hann muni nú taka sér hlé frá samfélagsmiðlum en hann hefur fengið harða gagnrýni á tímabilinu.

„Ég ætla að hvílast og endurræsa mig andlega eftir krefjandi tímabil sem einstaklingur og sem hluti af liði. Takk til þeirra stuðningsmanna sem stóðu með mér í gegnum erfiða tíma. Til þeirra sem gerðu það ekki, munið það að hjá United stöndum við alltaf saman," skrifaði Rashford.

Liðsfélagi hans, varnarmaðurinn Luke Shaw, var valinn í landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aðeins náð að spila fimmtán leiki fyrir United á tímabilinu vegna meiðsla. Bakvörðurinn hefur fengið gagnrýni fyrir að vera klár í slaginn fyrir land sitt en ekki félagslið.

Shaw skrifaði á Instagram: „Ég er ekki vanur því að bregðast við því sem ég sé á samfélagsmiðlum, en það eru margir að efast um hollustu mína gagnvart félagsliði mínu og spyrja hvernig ég geti verið klár fyrir England en ekki fyrir United. Sannleikurinn er sá að ég er ekki 100% heill en geri allt sem ég get ti að verða það. Ég hef verið hjá Manchester United í tíu ár, gegnum hæðir og lægðir, og það er pirrandi þegar efast er um hollustu mína."



Athugasemdir
banner
banner