Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Martial staðfestir að hann sé á förum frá Man Utd - „Verð alltaf rauður djöfull“
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial hefur staðfest að hann sé á förum frá Manchester United í sumar.

Martial kom til United frá Mónakó þegar hann var aðeins 19 ára gamall.

Hann heillaði stuðningsmenn upp úr skónum í fyrsta leik sínum er hann kom inn af bekknum gegn Liverpool og gerði þriðja mark liðsins í 3-1 sigri.

Tímabilin voru níu talsins og hans besta 2019-2020 er hann gerði 17 deildarmörk.

Þegar hann kom til United var hann einn mest spennandi sóknarmaður Frakka, en það rættist ekki alveg eins vel úr honum og stuðningsmenn enska félagsins óskuðu sér.

Martial yfirgefur nú United eftir níu ár en hann vann enska bikarinn, deildabikarinn og Evrópudeildina á tíma sínum hjá félaginu.

„Kæru stuðningsmenn Manchester United,

Það er mér þyngra en tárum taki að skrifa ykkur í dag og kveðja. Eftir níu ótrúleg ár hjá félaginu er kominn tími á að taka næsta skref á ferli mínum. Frá því ég kom hingað fyrst árið 2015 hef ég fengið þann ótrúlega heiður að klæðast treyjunni og spila fyrir framan ykkur, bestu stuðningsmenn heims! Þið hafið sýnt mér ómetanleg stuðning í gegnum góða og erfiða tíma. Ástríða og hollusta ykkur hefur verið botnlaus brunnur hvatningar fyrir mig.“

„Frá mínum dýpstu hjartarótum vil ég þakka ykkur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig. Lögin, hvatningin og ást ykkar fyrir félaginu eru minningar sem munu fylgja mér og hjarta mínu að eilífu.“

„Ég vil líka þakka öllum liðsfélögunum, þjálfarateyminu og þeim meðlimum félagsins sem ég hef hitt á níu árum mínum hér. Ég er stoltur að hafa deilt þessari lífsreynslu með ykkur. Manchester United mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og hefur það sett svip á feril minn og gefið mér það ótrúlega tækifæri að spila fyrir framan ykkur. Ég fer héðan til að takast á við nýjar áskoranir, en verð alltaf rauður djöfull og af mikilli ástríðu mun ég halda áfram að fylgjast með úrslitum félagsins,“
sagði Martial.
Athugasemdir
banner
banner
banner